Kvennaráðgjöfin

  • flower
  • flower2
  • flower3

Iðnaðarleyfi

Samkvæmt iðnaðarlögum má enginn reka iðnað í atvinnuskyni hér á landi nema hann hafi fengið leyfi til þess. Til iðnaðar telst bæði handiðnaður og verksmiðjuiðnaður, hvaða efni eða orka, vélar eða önnur tæki sem notuð eru og hvaða vörur eða efni sem framleidd eru. Heimilisiðnaður  er þó undanþeginn ákvæðum laganna. Iðngreinar sem reknar eru sem handiðnaður og löggiltar hafa verið í reglugerð iðnaðarráðherra skulu alltaf reknar undir forstöðu meistara. Rétt til iðnaðarstarfa í slíkum iðngreinum hafa meistarar, sveinar og nemendur í iðngreininni. Það er lögreglustjóri í hverju, umdæmi sem veitir meistararéttindi og iðnaðarleyfi.