Kvennaráðgjöfin

  • flower
  • flower2
  • flower3

Sjúkra- og tryggingamál

Fæðingaorlof

Foreldrar sem hafa verið samfellt í 6 mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir fæðingardag barns, eða ef þau ættleiða barn eða taka í varanlegt fóstur, eiga rétt á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Starfshlutfall í hverjum mánuði þarf að vera a.m.k. 25%.


Hvort foreldri um sig á rétt á greiðslum í þrjá mánuði og eiga þau jafnframt sameiginlegan rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði í þrjá mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða þeir skipt á milli sín. Foreldrar geta fengið greiðslur á sama tíma eða mismunandi tímabilum. Skilyrði er að foreldrarnir séu ekki að vinna meðan þeir fá greiðslur úr sjóðnum. Ef annað hvort foreldra eða bæði eru sjálfstætt starfandi, eiga þau rétt á fæðingarorlofi ef þau hafa greitt tryggingagjald.

Þeir sem hafa verið utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi fá greiddan fæðingarstyrk ef þeir hafa átt lögheimili hér á landi við fæðingu barns og hafa átt það síðustu 12 mánuði þar á undan. Búseta í öðru EES ríki á 12 mánaða tímabilinu er tekin til greina ef foreldri leggur fram staðfesta yfirlýsingu (E104) sem sýnir tryggingatímabil er foreldri hefur lokið. Foreldri verður þó að eiga lögheimili á Íslandi við fæðingu barns.

Foreldri sem á rétt á fæðingarstyrk skal sækja um fæðingarstyrk til Fæðingarorlofssjóðs þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag barns en foreldri á vinnumarkaði sem á rétt til greiðslna í fæðingarorlofi skal sækja um greiðslu til Fæðingarorlofssjóðs sex vikum fyrir áætlaðan fæðingardag barns. Nánar á www.faedingarorlof.is