Kvennaráðgjöfin

  • flower
  • flower2
  • flower3

Ég er EES borgari, þarf ég að sækja um búsetuleyfi til að fá rétt til ótímabundinnar dvalar?

EES- eða EFTA-útlendingur, sem dvalið hefur löglega hér á landi samfellt í fimm ár á rétt til ótímabundinnar dvalar hér á landi. Sama gildir um aðstandendur hans sem hafa dvalið löglega með honum hér á landi í fimm ár.  Dvöl erlendis í skemmri tíma en samtals sex mánuði á ári, dvöl erlendis vegna herþjónustu eða dvöl í eitt skipti að hámarki í eitt ár vegna meðgöngu, fæðingar, alvarlegs sjúkdóms, náms eða starfsþjálfunar telst ekki rof á samfelldri dvöl. Réttur til ótímabundinnar dvalar fellur niður ef samfelld dvöl erlendis varir lengur en tvö ár.
Forsíða Spurt og svarað Búsetu og atvinnuleyfi Ég er EES borgari, þarf ég að sækja um búsetuleyfi til að fá rétt til ótímabundinnar dvalar?