Kvennaráðgjöfin

  • flower
  • flower2
  • flower3

Housing

Hvaða reglur gilda um tryggingafé sem leigjandi greiðir leigusala?

Ef leigjandi hefur greitt leigusala tryggingafé skal leigusali endurgreiða það við lok leigutímans. Hann má ekki ráðstafa fénu eða taka af því nema með samþykki leigjanda eða að hann hafi fengið dóm um bótaskyldu leigjanda, t.d. vegna tjóns á húsnæðinu. Þó má hann ráðstafa því vegna ógreiddrar leigu. Ef leigusali ætlar að gera kröfu í tryggingaféð skal hann gera það sem fyrst og ekki síðar en tveimur mánuðum frá lokum leigutímans.


Ef leigjandi og leigusali eru ekki sammála um fjárhæð bóta vegna skemmda á húsnæðinu skal byggingafulltrúi meta tjónið. Byggingafulltrúar starfa á vegum sveitarfélaganna og er því hægt að komast í samband við þá hjá viðkomandi sveitarfélagi. Aðilar mega þó alltaf krefjast þess að dómkvaddir matsmenn meti tjónið innan tveggja mánaða frá því að byggingafulltrúi skilaði niðurstöðu sinni.

Ef ágreiningur er enn fyrir hendi er hægt að skjóta honum til kærunefndar húsaleigumála sem er til húsa í félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Einnig er hægt að fá dæmda kröfu um endurgreiðslu tryggingafjár úr hendi leigusala eða bótaskyldu leigjanda fyrir dómstólum. 

 


Forsíða English FAQ Housing Hvaða reglur gilda um tryggingafé sem leigjandi greiðir leigusala?