Kvennaráðgjöfin

  • flower
  • flower2
  • flower3

Housing

Hvaða reglur gilda um uppsagnarfrest að leiguhúsnæði?

Aðeins er heimilt að segja upp ótímabundnum samningum. Ef samningurinn er þannig úr garði gerður að honum ljúki að ákveðnum tíma liðnum eða á ákveðnum degi er ekki hægt að segja honum upp nema það sé sérstaklega tekið fram í samningnum. Annars fellur hann úr gildi á umsömdum degi án sérstakrar tilkynningar.


Ef samningur er hinsvegar ótímabundinn þá er uppsagnafrestur annarsvegar einn mánuður, ef aðeins er leigt herbergi, en sex mánuðir ef um er að ræða íbúð. Ef viðkomandi hefur haft íbúð í leigu í meira en fimm ár er uppsagnafresturinn eitt ár.

Uppsagnafresturinn er gagnkvæmur.

 


Forsíða English FAQ Housing Hvaða reglur gilda um uppsagnarfrest að leiguhúsnæði?